Aðalfundur Femínistafélagsins

Aðalfundur Femínistafélags Íslands verður haldinn 29. september næstkomandi að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík kl. 17.

Áhugasöm um að taka þátt í starfinu á komandi ári geta haft samband við ráð Femínistafélagsins á Facebook síðu félagsins.

Dagskrá fundarins
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
5. Kosning í ráð.
6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Lagabreytingar.
9. Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsárs.
10. Önnur mál.
11. Fundarslit.

Advertisements