Um okkur

Saga Femínistafélags Íslands hófst árið 2003. Spenna lá í loftinu. Kosningar voru framundan og óánægja víða með stöðu jafnréttismála. Póstlisti sem átti að vera umræðuvettvangur fyrir femínista var stofnaður í febrúar 2003. Skráningar á listann fóru fram úr björtustu vonum og innan tveggja vikna voru um 200 femínistar skráðir á listann. Í kjölfarið varð krafan um stofnun félags hávær. Stofnfundur Femínistafélags Íslands var haldinn þann 14. mars árið 2003 í húsi Miðbæjarskólans. Framhaldsstofnfundur var tveim vikum seinna, eða þann 1. apríl. Þar með var félagið formlega stofnað og búið var að kjósa í ráð og stofna hópa.

Skipulag félagsins miðast við valddreifingu og jafna ábyrgð. Þess vegna er enginn formaður kosinn heldur á ábyrgð að dreifast jafnt á félaga. Leitast er við að hafa öflugt starf á netinu svo fólk geti tekið þátt hvaðan sem er. Allar tilkynningar um viðburði á vegum félagsins, þ.m.t. aðalfund, eru í gegnum tölvupóst og heimasíðu félagsins.

Starf félagsins byggir á sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla framgang jafnréttismála. Þeim sem vilja taka þátt í starf félagsins er bent á að senda okkur skilaboð á Facebook.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s