Lög Femínistafélags Íslands

Heimili og varnarþing
 • Félagið heitir Femínistafélag Íslands. Lögheimili og varnarþing þess eru í Reykjavík.
Markmið og félagsaðild
 • Markmið Femínistafélags Íslands er að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðlífsins og berjast gegn hverskonar birtingarmyndum kynjamisréttis. Félagið er opið öllum femínistum sem aðhyllast markmið félagsins.
Aðalfundur
 • Aðalfundur félagsins skal haldinn vor hvert.
 • Allir félagar hafa rétt til setu og atkvæðisrétt á fundi.
 • Á aðalfundi er samþykkt starfsáætlun til eins árs
 • Á aðalfundi skulu kosnir 9 – 12 félagar í ráð sem fer með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Hver félagi má sitja í ráðinu í fjögur ár.
 • Ráðið hefur umboð til að álykta í nafni félagsins enda sé ályktunin í samræmi við grundvallarmarkmið þess. Ráði félagsins er heimilt að skipa hópa til starfa í nafni félagsins. Ráð skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum. Skipaður skal ritari, gjaldkeri og talskona/maður félagsins. Ráðið skal funda að minnsta kosti 4 sinnum á ári eða oftar ef þurfa þykir. Fundurinn er atkvæðisbær ef meirihluti ráðsins mætir.
Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi:
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla ráðs fyrir liðið starfsár.
4. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
5. Kosning í ráð.
6. Kosning á skoðunaraðila reikninga.
7. Ákvörðun félagsgjalda.
8. Lagabreytingar.
9.Tillaga ráðs um starfsáætlun næsta starfsárs.
10.Önnur mál.
11. Fundarslit.
 • Aðalfundur telst löglega boðaður ef fundurinn er boðaður á heimasíðu félagsins með a.m.k. tíu daga fyrirvara.
Reikningsár og félagsgjöld
 • Reikningsár félagsins er 1. maí til 30. apríl.
 • Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunaraðila reikninga.
 • Ráð félagsins leggur fram tillögu um félagsgjöld á aðalfundi félagsins.
Lagabreytingar
 • Tillögur um lagabreytingar skal leggja fram til ráðs a.m.k. fimm daga fyrir aðalfund.
 • Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins.
 • Lagabreytingar teljast samþykktar ef 2/3 hluti félaga sem sækja aðalfund samþykkja breytingarnar.
Slit félagsins
 •  Femínistafélagi Íslands má slíta með ákvörðun 2/3 hluta félaga á aðalfundi eða félagsfundi sem boðaður er með minnst 10 daga fyrirvara.
 • Við slit félagsins skulu eignir, ef einhverjar eru, renna til styrktar femínisks málefnis.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s